Frá og með 1. febrúar verður gjaldskylda á bílastæðum Norræna hússins. Parka sér um innheimtu og umsýslu gjaldskyldunnar. Markmiðið með breytingunni er að tryggja gestum okkar betra aðgengi að bílastæðum við húsið og bæta nýtingu þeirra.
Gjaldskylda verður á virkum dögum frá kl. 08–17 og verður 230 kr á klukkustund. Um helgar verður áfram ókeypis að leggja við húsið. Jafnframt verða fyrstu fimmtán mínúturnar fríar, sem hentar vel þegar komið er með sendingar eða fólk er keyrt að húsinu.
Við vonum að þessi breyting stuðli að þægilegri upplifun fyrir alla sem sækja Norræna húsið heim. Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband við afgreiðslu og bókasafn á netfangið info@nordichouse.is.
Til að greiða fyrir bílastæðið er hægt að nota Parka appið eða smella hér til að greiða beint á greiðslusíðu Parka.
