2. í aðventu: Hyggestund – Notaleg jólaföndursmiðja!
13:00 - 15:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis
Hyggestund – Notaleg jólaföndur smiðja!
Velkomin í notalega föndursmiðju fyrir fjölskyldur af öllum toga, þar sem gestum er boðið að búa til jólakort og gjafamiða í notalegum jólaanda.Smiðjan fer fram á Barnabókasafni Norræna hússins þar sem sýningin Lína, lýðræðið og raddir barnanna! stendur yfir.
Börnum er boðið að sækja innblástur í heim Línu til að skapa skemmtileg kort og gjafa merkimiða. Smiðjan er hluti af aðventudagskrá okkar, aðgangur að og allt efni er ókeypis.
Opnunartími og aðgengi: Barnabókasafn Norræna hússins er öllum opið, aðgengi fyrir hjólastóla er í með lyftu frá aðalinngangi og þaðan í gegnum sýningarrýmið Hvelfingu. Aðgengilegt salerni og skiptiaðstaða er á aðalhæð hússins. Starfsfólk bókasafns veitir frekari upplýsingar og aðstoð sé hennar þörf.