3. í aðventu: Norræna húsið kynnir Drink & Draw jólaútgáfu!


17:00 - 18:00
Elissa Auditorium
Aðgangur ókeypis

Norræna húsið kynnir Drink & Draw jólaútgáfu!

Verið velkomin á huggulegt og hátíðlegt Drink & Draw kvöld, sem er partur af aðventuhátíðardagskrá okkar.

Við bjóðum **Sindra Sparkle Freyr** aftur velkomin! Sindri mun fylgja okkur í gegnum huggulega kvöldstund af teikningu, drykkjum og hátíðargleði.
Þið þurfið ekki að vera með neina reynslu og ekki er þörf á að koma með efnivið. Komið bara eins og þið eruð, njótið drykkjar og verið skapandi í góðum félagsskap í jólaanda!
Fullkomin leið til að hægja á sér, njóta drykkjar, teikna og fagna hátíðinni saman.
Nánari upplýsingar um þema viðburðarins kemur bráðlega. Búist við líflegri blöndu af myndskreytingum, uppistandi og mikilli skemmtun.⁠⁠
Þessi viðburður fer fram í Elissa Auditorum og veitingastaðurinn Plantan Bistro mun bjóða upp á frábær tilboð á drykkjum!

Aðgengi að Elissu sal er gott, athugið að lágur þröskuldur er inn í salinn. Aðgengileg salerni eru á sömu hæð. Aðgangur að barnabókasafninu er um stiga frá bókasafninu eða með lyftu í gegnum sýningarsalinn í Hvelfingu. Nánari upplýsingar er að finna hér á vefsíðu okkar og einnig getur starfsfólk okkar, í afgreiðslu bókasafnsins, aðstoðað eftir þörfum.

Aðrir viðburðir