Búum til ný íslensk orð!


16:00
Alvar Aalto

Hvaða orð finnst þér vanta í íslensku til að lýsa lífsreynslu okkar? Langar þig að geta tjáð eitthvað en veist ekki hvaða orð þú átt að nota? Þegar samfélagið þróast þurfum við ný orð til að lýsa því. Við bjóðum þér í skapandi orða vinnustofu þar sem við munum hugsa um hvaða orð við vildum að við hefðum til að tala um það sem við viljum tala um!

 

Allir aldurshópar og öll tungumál eru velkomin að taka þátt. Þó að orðin sem við munum búa til verði íslensk orð, bjóðum við öll tungumál velkomin í umræðuna og hlökkum til að heyra mismunandi sjónarmið á tungumálið!

 

Kærleiksorðræða er verkefni frá Borgarbókasafni Reykjavíkur sem leggur áherslu á lífsreynslu, tilfinningalæsi og eignarhald á íslensku. Fólk er hvatt til að búa til ný orð fyrir íslenska tungu til að bæta við einstaka sameiginlega orðabók þar sem öllum orðum er safnað saman.

 

Vinnustofan er haldin í tilefni af Norrænu bókmenntavikunni sem fer fram dagana 11.-17. nóvember og af tilefni Degi íslenskrar tungu sem fer fram 16. nóvember. Vinnustofan er ókeypis og verður kennd á ensku og íslensku. Í henni eru gestir hvattir til að beita skapandi nálgunar á tungumálið.  Smiðjan er einnig í  anda Línu Langsokk en sýning til heiðurs þessari ástsælu sögupersónu stendur nú yfir á barnabókasafni Norræna hússins:  Lína, lýðræðið og raddir barna.

 

Athugið að takmarkað pláss er á viðburðinn svo skráning er nauðsynleg með því að senda tölvupóst: hrafnhildur@nordichouse.is.

 

AÐGENGI: Barnabókasafnið er aðgengilegt fyrir hjólastóla frá Hvelfingu sýningarrými. Starfsfólk bókasafns gefur góðar leiðbeiningar. Á aðalhæð hússins er lyfta sem leiðir niður í Hvelfingu og á sömu hæð er salerni aðgengilegt hjólastólum, öll salerni hússins eru kynhlutlaus. Rampur leiðir frá bílastæði að Norræna húsinu.

 

Aðrir viðburðir