Jólatónleikar nemenda Allegro Suzukitónlistarskólanns


16:00
Elissa Auditorium
Aðgangur ókeypis

Jólatónleikar nemenda Allegro Suzukitónlistarskólanns.

Nemendur úr Allegro Suzukitónlistarskólanum munu bæði spila jólalög fyrir gesti, meðal annars má heyra: jólin alls staðar, bráðum koma blessuð jólin, það á að gefa börnum brauð, klukknahljóm og margt fleira.
Einnig má heyra klassísk verk til að mynda Haydn píanósónötu og Fantaisie- impromtu eftir Chopin.
Allegro Suzukitónlistarskóli var stofnaður í september 1998. Meginmarkmið skólans er að veita ungum nemendum ásamt foreldrum þeirra vandaða kennslu með uppeldishugmyndir og kennslufræði japanska fiðluleikarans Shinichi Suzuki að leiðarljósi.
AÐGENGI: Barnabókasafnið er aðgengilegt fyrir hjólastóla frá Hvelfingu sýningarrými. Starfsfólk bókasafns gefur góðar leiðbeiningar. Á aðalhæð hússins er lyfta sem leiðir niður í Hvelfingu og á sömu hæð er salerni aðgengilegt hjólastólum, öll salerni hússins eru kynhlutlaus. Rampur leiðir frá bílastæði að Norræna húsinu.

Aðrir viðburðir