Nóbelssýningin


Anddyri

Nóbelsýningin er til sýnis frá 6 nóvember til 23 nóvember.

Sýningin býður upp á víðtæka og innblásandi innsýn í ævi Alfred Nobels, erfðaskrá hans og Nóbelsverðlaunin – sem eru veitt hvert ár einstaklingum sem hafa lagt sitt framlag til mannkynsins.

Frá röntgenmyndum og insúlín, í erfðaskæri (e. genetic scissors) og rannsóknir á kynjamismun á vinnumarkaði – sýningin kynnir okkur fyrir því hvernig forvitni og þekking hefur mótað heiminn. Hún sýnir okkur hvernig vísindaleg bylting, skapandi hugmyndir og sterk skuldbinding getur leitt til breytinga og haft djúpstæð áhrif á líf fólks.

Með plakkötum, myndum og sögum, geta gestir fengið innsýn í það hvernig vísindamenn, höfundar, friðarsinnar og hagfræðingar hafa lagt sitt af mörkum til að móta skilning okkar á heiminum, samfélaginu og framtíðinni.

 

Upplýsingar um aðgengismál í Norræna hússinu – ýtið hér. 

 

 

Aðrir viðburðir