
Fjölskyldu miðvikudagar með Plöntunni bistró!
10:30
Fjölskyldu miðvikudagar með Plöntunni bistró fara oftast fram á barnabókasafni Norræna hússins og eru samblanda af viðburðum; tónlistarstundir, foreldrafræðsla, vinnustofur eða föndur og alltaf tilboð fyrir yngstu gestina á veitingum hjá Plöntunni bístró.
Suma miðvikudaga þegar enginn kennari eða leiðbeinandi er á staðnum verður sett fram skynjunarleikföng fyrir yngstu gestina á borð við seglakubba eða frauðkubba frá kl. 10:30. Sýningin Lína, lýðræðið og raddir barna býður upp á skemmtilega leiki og er gaman aðskoða en einnig er hægt er að prófa búninga, leika sér í Línu ungbarnatjaldi og Línu ævintýrahúsi.
Aðgengi: Gengið er niður stiga frá bókasafni og aðgengi fyrir hjólastóla er í með lyftu frá aðalinngangi og þaðan í gegnum sýningarrýmið Hvelfingu. Aðgengilegt salerni og skiptiaðstaða er á aðalhæð hússins. Starfsfólk bókasafns veitir frekari upplýsingar og aðstoð sé hennar þörf. Ókeypis er inná alla viðburði á vegum Norræna hússins.