
Sequences XII: Pása – Skapandi dansnámskeið, Dansandi kanína
15:00
Dansandi kanína er skapandi dans námskeið fyrir krakka í tengslum við Sequences XII.
Hugmyndin á rætur sínar í sýningu og hugmyndafræði dans verksins, Kanlínudans, eftir Leevi Mettinen og Sóleyju Ólafsdóttur.
Á námskeiðinu leiða Leevi og Sóley, sem kanínurnar Leynir og Læða, krakka í gegnum leiki og dansandi flæði í leit að hvers og eins dansandi kanínu. Kanínurnar munu ferðast í gegnum ólíkar tímalínur náttúrunnar og stikla þannig á stóru á þema hátíðarinnar, Pása/Pause. Kanínurnar munu hreyfa sig í dansi og karakter í gegnum ímynduð náttúruöfl og sjá fyrir sér kanínur sem veðrast í hugsun og hreyfingu með náttúrunni.
Leynir og Læða eru ekkert smá spennt dansa og veðrast með ykkur!
Danslistafólkið Leevi Mettinen frá Finnlandi og Sóley Ólafsdóttir frá Íslandi eru bæði útskrifuð með BA-gráðu af Samtímadansbraut frá Listaháskóla Íslands. Leevi og Sóley starfa sem sjálfstætt starfandi dansarar og danshöfundar auk þess að skapa og framleiða eigin verk. Um þessar mundir vinna þau sem flytjendur í nýju verkefni Rósu Ómarsdóttur fyrir Sequences XXI.
Leevi og Sóley framleiða danssýningar fyrir börn undir nafninu Bunny Business, þar sem þau byggja á farsælli vegferð sinni með fyrsta verkinu, Kanlínudans, frá 2024. Í Bunny Business skapa þau persónur í gegnum dans og skoða margbreytilegar leiðir til að vera, hegða sér og hugsa á meðan persónurnar leita leiða til að dansa saman.
Sequences – real time art festival er alþjóðlegur myndlistartvíæringur, sem haldinn er í Reykjavík. Að baki Sequences standa Kling & Bang, Nýlistasafnið og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar auk fjölda listamanna.
