Sequences XII: Pása – Gjörninga pallborðsumræður með Nínu Hjálmarsdóttur


18:00
Elissa Auditorium
Aðgangur ókeypis

Taktu þátt í spjallborði um gjörningalist með listamönnunum Hildi Elísu Jónsdóttur, Rósu Ómarsdóttur, Hugo Llanes, Maiju Mustonen+Hrefnu Lind Lárusdóttur, Lucky 3 og Geirþrúði Finnbogadóttur Hjörvar.

Spjallborðið verður í umsjón Nínu Hjálmarsdóttur sem starfar við sviðslist og rannsóknir. Hán er aðjúnkt og námsbrautarstjóri á Sviðslistadeild Listaháskóla Íslands og gjörningagagnrýnandi hjá RÚV. Nína er einnig meðstofnandi gjörninga hópsins Sálufélagar og hinsegin viðburðahópsins Sleikur.

Viðburðurinn er hluti af Sequences XII: Pause, er ókeypis og opinn öllum.

Spjallborðið fer fram á ensku.

Dagskrá hátíðarinnar má finna á www.sequences.is

Sequences – real time art festival er alþjóðlegur myndlistartvíæringur, sem haldinn er í Reykjavík. Að baki Sequences standa Kling & Bang, Nýlistasafnið og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar auk fjölda listamanna.

Fylgið Sequences á samfélagsmiðlum:

 

Aðrir viðburðir