
Sjónræn Matarveisla með RIFF og Plantan bístró
RIFF
1800
Veisla fyrir skilningarvitin bíður þín á RIFF – í hinni árlegu Sjónrænu matarveislu! Við bjóðum þér á sýningu á hinni margverðlaunuðu Big Night í leikstjórn matgæðingsins Stanley Tucci, ásamt sérhönnuðum matseðli frá Plantan Bistro – innblásnum af bragði og stemningu myndarinnar.
Big Night: Bræðurnir Primo og Secondo leggja allt undir með veglegri veislu til heiðurs djassgoðsögninni Louis Prima, í von um að bjarga ítalska veitingastað sínum í New Jersey. Spennan magnast í eldhúsinu og fleira en pastað nálgast suðumark!
Innifalið í miðaverðinu er fordrykkur, þriggja-rétta ítölsk matarveisla frá Plöntunni og miði á Big Night. Réttirnir eru allir vegan.
Húsið opnar klukkan 18:00 og sýning hefst klukkan 19:00.
Kaupa miða hér.
Aðgengi
Norræna húsið hefur ágætt aðgengi í flest rými hússins. Að húsinu liggur hjólastólarampur og inni í húsinu er lyfta sem fer niður í sýningarrýmið Hvelfingu.