
Nordjobb fagnar 40 ára afmæli!
15:00-17:00
Elissa Auditorium
Aðgangur ókeypisSkrá mig
Í fjóra áratugi höfum við aðstoðað ungt fólk á Norðurlöndunum við það að finna starf, sækja sér nýja reynslu og upplifa það að búa í öðru norrænu landi. Að því tilefni ætlum við að fagna saman og líta yfir farinn veg.
Gestum gefst tækifæri til þess að hlusta á reynslusögur fyrrum Nordjobbara og vinnuveitenda. Við fáum einnig fleiri gesti til liðs við okkur sem hafa tengingu við verkefnið og aðra aðila úr heimi stjórnmálanna sem vinna að norrænum málefnum.
Þeir sem fram koma eru m.a.:
– Kristín Taiwo Reynisdóttir – Nordjobbari 2025
– Jóhann Gísli Jónsson – Nordjobbari 2024
– Stefán Vilbergsson – Fyrrum verkefnastjóri Nordjobb á Íslandi
– Dagbjört Hákonardóttir – Alþingismaður og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs
– Jóhann Kristjánsson – Fjármála- og mannauðsstjóri hjá Norræna húsinu (vinnuveitandi Nordjobbara).
– Fleiri góðir gestir
– Jóhann Gísli Jónsson – Nordjobbari 2024
– Stefán Vilbergsson – Fyrrum verkefnastjóri Nordjobb á Íslandi
– Dagbjört Hákonardóttir – Alþingismaður og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs
– Jóhann Kristjánsson – Fjármála- og mannauðsstjóri hjá Norræna húsinu (vinnuveitandi Nordjobbara).
– Fleiri góðir gestir
Hægt verður að gæða sér á veitingum, taka þátt í spurningakeppni og skoða tímalínu Nordjobb sem býður uppá alls kyns skemmtilegan og óvæntan fróðleik.
Viðburðurinn er opinn öllum og vonumst við til þess að sjá sem flesta með okkur á þessum skemmtilegu tímamótum!