A dark photo from a baby rave - including an illustrated image of a bird.

Fugladiskó og opnun „Fuglar“


13:00-16:00
Salur & Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Verið velkomin á fugladiskó!

Sumarsýningin á barnabókasafni Norræna hússins opnar sunnudaginn 11 maí – á milli klukkan 13:00 – 16:00 bjóðum við uppá skemmtilega dagskrá sem hefst með fugladiskói með fjöllistamanninum Pasi Autio og danshöfundinum Saku Koistinen. Við munum dansa við tónlist sem er gerð úr fuglasöng inní Elissu sal.

Fugladiskóið er partý þar sem allir taka þátt, dansa og hafa gaman undir leiðsögn Saku! 

Sýningin Fuglar sem opnar á barnabókasafni, byggist á bókinni Fuglar eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring. Á sýningunni verða dregnir fram þrettán fuglar sem eiga sér heimili eða hafa staldrað við í Vatnsmýrinni fyrir utan Norræna húsið – sem einnig er fuglaverndunarsvæði.

Dagskrá:

13.00 Fugladiskó fyrir þau yngstu (<6 ára ásamt fylgdarfólki)

13:30 -14:30 Vinnustofa með Rán Flygenring

15:00 Fugladiskó fyrir eldri (6-99 years old)

Aðrir viðburðir