
Tónleikar: ANNA KRUSE TRIO feat. STINA EKBLAD
20:00
Allt snýst um ást – og með þessu tónverki senda tónlistarkonan Anna Kruse og leikkonan Stina Ekblad ástaróður til „systur“ sinnar handan tíma og rúms – Edith Södergran.
Leikkonan Stina Ekblad heiðrar ásamt Önnu unga skáldið Edith Södergran, en um miðsumar 2023 voru 100 ár liðin frá því að Edith kvaddi þennan heim. Í mörg ár hafa þær skapað sýningar og tónleika byggða á litlum en innihaldsríkum ljóðaarfi Edithar. Líf Edithar Södergran varð stutt (1892–1923), en hún er engu að síður talin eitt mikilvægasta skáld sænska módernismans.
Sænska söngkonan og tónskáldið Anna Kruse hefur búið í Kaupmannahöfn um árabil og verið hluti af dönsku tónlistarsenunni síðan hún kom þangað sem skiptinemi við Rytmíska tónlistarháskólann árið 1998.
Anna hefur gefið út sjö plötur með ljóðum Edithar Södergran. Hún sækir innblástur í djass, þjóðlagatónlist og klassíska tónlist, sem leiðir oft til nýrra og skapandi samstarfsverkefna.
-
- Edith Södergran (FI/SE): Texti
- Anna Kruse (SE/DK): Söngur og tónsmíðar
- Stina Ekblad (FI/SE): Söngur og upplestur
- Jeppe Holst (DK): Gítar
- Nicholas Kingo (DK): Píanó
Aðgengi í Elissu sal er ágætt, það er lágur þröskuldur inn í salinn. Á sömu hæð er salerni með góðu aðgengi og skiptiaðstöðu. Að Norræna húsinu liggur rampur og við aðaldyrnar er sjálfvirkur hnappur. Frekari spurningar um aðgengismál má senda til: kolbrun(at)nordichouse.is