
Bókmenntahátíð í Reykjavík: Viðburðir í Norræna húsinu 26. apríl
Alþjóðleg bókmenntahátíð í Reykjavík hefur starfað síðan árið 1985. Þessi huggulega hátíð er fundarstaður lesenda og höfunda og lifandi vettvangur umræðna um bókmenntir, skáldskap, þjóðfélagsleg málefni og ýmislegt fleira því bókmenntirnar snerta á mörgu og umfjöllunarefnin eru óteljandi. Ókeypis er inn á viðburði og þeir eru öllum opnir. Samtöl fara fram á ensku en upplestrar á móðurmáli höfunda
Sjá dagskrá hátíðarinnar í einu skjali með því að smella hér.
Viðburðir í Norræna húsinu eru eftirfarandi:
26. Apríl:
SAMTAL VIÐ HERVÉ LE TELLIER
kl: 11:00
Hervé Le Tellier er franskur rithöfundur og málvísindamaður sem hóf feril sinn sem vísindablaðamaður. Hann tilheyrir hópi rithöfunda og stærðfræðinga sem kallar sig Oulipo. Le Tellier gaf út sína fyrstu bók árið 1991 en þekktastur er hann fyrirL’Anomalie sem kom út árið 2020 og hlaut Goncourt-verðlaunin sama ár.
Alexandre LaBruffe leiðir samtalið.
SAMTAL: DINCER GÜÇYETER OG KNUT ØDEGÅRD
kl: 12:00
Dinçer Güçyeter er þýskt ljóðskáld og stofnandi Elif forlagsins sem sérhæfir sig í ljóðaútgáfu og er stærsti útgefandi íslenskra ljóða utan Íslands. Hann hefur gefið út fjórar ljóðabækur og eina skáldsögu og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín, meðal annars bókmenntaverðlaun bókasýningarinnar í Leipzig. Bók hans, Prinsinn minn, ég er gettóið kemur út á íslensku hjá Tungl forlagi í þýðingu Gauta Kristmannssonar.
Norska ljóðskáldið Knut Ødegård gaf út sína fyrstu ljóðabók árið 1967 og hefur síðan gefið út 18 ljóðabækur. Hann hefur einnig skrifað skáldsögur, smásögur, barnabækur, ritgerðir, leikrit og fræðibækur (þar af þrjár um Ísland). Hann er eitt víðlesnasta skáld norska samtímabókmennta og hafa ljóðabækur hans komið út á meira en 40 tungumálum. Hann hefur einnig verið ötull þýðandi sjálfur og þýtt fjölmarga höfunda úr íslensku, þar á meðal Gerði Kristnýju sem einmitt þýðir einmitt nýútkomið ljóðaúrval Ødegårds, Áður en hrafnarnir sækja okkur, sem Forlagið gefur út. Knut Ødegård var forstjóri Norræna hússins um árabil og einn af stofnendum Alþjóðlegrar bókmenntahátíðar í Reykjavík ásamt Thor Vilhjálmssyni og Einari Braga.
Ragnar Helgi Ólafsson stýrir umræðum um ljóðlist.
SAMTAL: HERNAN DIAZ OG PAJTIM STATOVCI
kl: 13:00
Hernan Diaz er margverðlaunaður metsöluhöfundur. Hann er fæddur í Argentínu en uppalinn í Svíþjóð en býr nú og starfar í Bandaríkjunum. Hann hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir skáldsöguna Trust, sem var valin ein af 100 bestu bókum 21. aldarinnar af The New York Times.
Pajtim Statovci er fæddur í Kosovo og er af albönskum uppruna. Sem barn flúði hann Júgóslavíustríðið og fjölskyldan settist að í Finnlandi. Pajtim er höfundur þriggja skáldsagna sem hafa farið sigurför um heiminn og er hver þeirra margverðlaunuð.
Umræðum stýrir Larissa Kyzer.
SAMTAL VIÐ ANNETTE BJERGFELDT
kl: 14:00
Annette Bjergfeldt er dönsk söngkona, lagahöfundur, píanóleikari og rithöfundur sem hefur vakið mikla athygli fyrir líflegar og heillandi skáldsögur. Að auki er hún margverðlaunuð fyrir tónlist og hefur verið tilnefnd til Grammy-verðlauna. Bókin Ferðabíó herra Saitos var á lista Politiken yfir bestu bækur ársins þegar hún kom út.
Freyr Eyjólfsson leiðir samtalið.