
Hyggestund – Dagur norðurlanda
13:00
Hvernig styrkjum við tengsl milli vina, nágranna og jafnvel samfélaga?
Í smiðjunni býðst börnum og fjölskyldum þeirra að búa til vinabönd með einföldum vefnaðar og textílaðferðum og eru gestirnir hvattir til að gefa einhverjum í umhverfi sínu sem þau vilja styrkja tengsl sín við. Þetta gæti verið besti vinur, fjarskyldur ættingi eða jafnvel ókunnug manneskja sem við viljum kynnast betur.
Smiðjan er innblásin af Degi Norðurlanda þar sem umræða um traust og samvinnu milli landa verða í forgrunni.
Vala Sigþrúðar Jónsdóttir leiðir smiðjuna. Hún er myndlistarkona og útskrifaðist með BA frá Gerrit Rietveld Academie árið 2018, lauk meistaragráðu í listkennslu frá Listaháskóla Íslands árið 2022 og er meistaranemi við myndlistardeild LHÍ um þessar mundir. Undanfarin ár hefur hún unnið innsetningar og skúlptúra sem velta fyrir sér efniskennd textíls og hreyfimynda, og tengslum þessara tveggja miðla við umhverfi og kerfi manneskjunnar.
Aðgengi:
Barnabókasafn Norræna hússins er öllum opið, aðgengi fyrir hjólastóla er í með lyftu frá aðalinngangi og þaðan í gegnum sýningarrýmið Hvelfingu. Aðgengilegt salerni og skiptiaðstaða er á aðalhæð hússins. Starfsfólk bókasafns veitir frekari upplýsingar og aðstoð sé hennar þörf.Opnunartími er ÞRI-SUN kl. 10:00-17:00.
Aðgangur að bókasafninu og öllum viðburðum er ókeypis.