
Dagur Norðurlanda 2025: Viðbúnaður og viðnámsþol samfélagins
09:30
Dagur Norðurlanda 2025: Viðbúnaður og viðnámsþol samfélagins
Á tímum sem einkennast af geopólitískri spennu, félagslegum óstöðugleika og loftslagsbreytingum standa norræn samfélög frammi fyrir sífellt flóknari og fjölþátta ógnum. Þó að Ísland hafi víðtæka reynslu af því að bregðast við náttúruhamförum, þá er vert að spyrja hvert viðnámsþol okkar er gangvart öðrum áhættuþáttum og ógnum sem jafnvel ögra sameiginlegu trausti okkar og samvinnu? Og ef áföll dynja á, getum við leitað stuðnings hjá norrænu nágrönnum okkar?
Stríð í okkar heimsálfu, tíðari veðuröfgar, upplýsingaóreiða og rýrnun lýðræðislegra gilda – það er margt sem stuðlar að öryggislandslagi í hraðri þróun. Þetta hefur fært seiglu og áfallaþol samfélagsins í forgrunn opinberrar umræðu á Norðurlöndunum. Í formennskuáætlun Finnlands í Norrænu ráðherranefndinni 2025 er mikil áhersla lögð á að styrkja sameiginlegan viðbúnað Norðurlanda.
Áföll og krísur geta dunið á skyndilega og með engum fyrirvara, eða byggst upp hægt og rólega á bakvið tjöldin og skilið eftir varanlegan skaða sem oft fer óséður þar til það er of seint. Hvert er áfallaþol Íslands? Hvernig tryggjum við skilvirkt samstarf milli landamæra, geira og stofnanna ef hættuástand myndast? Og hvað getum við lært af nágrönnum okkar, t.d. Finnum, sem hafa innleitt framsýnar áætlanir til þess að tryggja öryggi samfélagsins?
Í tilefni Dags Norðurlanda 2025 býður Norræna ráðherranefndin, í samstarfi við Norræna félagið á Íslandi, þér að taka þátt í þessari mikilvægu umræðu. Í sameiningu munum við kanna hvað þarf til að tryggja öflug og sameinuð Norðurlönd, sem geta mætt þeim áskorunum sem framundan eru.
Dagskrá
Húsið opnar kl. 09.00 og boðið verður uppá kaffi og léttar morgunveitingar frá Plöntunni Bistro þar til málþingið hefst kl. 9.30.
Opnunarorð: Anu Laamanen, sendiherra Finnlands
Ávarp: Janne Känkänen, forstjóru finnsku neyðarbirgðarstofnunarinnar
Ávarp: Rasmus Dahlberg, sagnfræðingur sem leiðir rannsóknarverkefnið RESECTOR á vegum Nordforsk
Pallborðsumræður:
· Anu Laamanen, sendiherra Finnlands
· Janne Känkänen, forstjóru finnsku neyðarbirgðarstofnunarinnar
· Rasmus Dahlberg, sagnfræðingur
· Dagbjört Hákonardóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs
· Hinrika Sandra Ingimundardóttir, verkefnastjóri hjá Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins
Jón Gunnar Ólafsson, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, er fundarstjóri.
Málþingið er haldið af Norrænu ráðherranefndinni í samstarfi við Norræna félagið á Íslandi.
Sætafjöldi er takmarkaður og skráning fer því fram. Skráðu þig og taktu frá sæti hér: https://www.lyyti.fi/reg/Nordic_Day_2025_Societal_Resilience_and_Preparedness_4453