(!) Fullbókað (!) Vinnustofa í vetrarfríi fyrir börn 8-10 ára


9:30 - 12:30
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis
Tveggja daga ókeypis vinnustofa þar sem einstök menning Sama verður skoðuð í samhengi við sýninguna Er þetta norður?

Rætt verður um heimkynni þeirra og hefðir út frá myndlistarverkum.  Mynstur í samískri menningu verða sérstaklega skoðuð og höfð sem innblástur við gel prent, málningu á striga og skapandi útsaum.  Sýning barnabókasafnsins TRÉРverður einnig notuð sem kennslutækni í skissugerð og kenndar mismunandi leiðir til að teikna og túlka tré.

Kennarar vinnustofunnar eru Estelle Pollaert, myndlistarkona og Hrafnhildur Gissurardóttir, fræðslufulltrúi Norræna hússins og fer kennslan fer fram á ensku, frönsku og íslensku. Vinnustofan er ókeypis en þörf á að senda nafn, aldur og símanúmer á: hrafnhildur@nordichouse.is. Boðið verður upp á ávexti báða daganna en mælt er með því að nemendur taki með sér nesti. Vert er að hafa í huga að notuð verður málning sem getur fests í fatnaði.

Opnunartími og aðgengi: Barnabókasafn Norræna hússins er öllum opið, aðgengi fyrir hjólastóla er í með lyftu og þaðan í gegnum sýningarrýmið Hvelfingu. Aðgengilegt salerni og skiptiaðstaða er á aðalhæð hússins. Starfsfólk bókasafns veitir frekari upplýsingar og aðstoð sé hennar þörf. Opnunartími er ÞRI-SUN kl. 10:00-17:00. Aðgangur að bókasafninu og öllum viðburðum er ókeypis.

*Viðburðarmynd frá bókinni Broderade berättelser, Britta Marakatt-Labba