Öll fjölskyldan er velkomin á sögustund á dönsku!


10:30 - 11:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Lesturinn fer fram á barnabókasafni en þar stendur yfir sýningin Fuglar  -sumarsýningin á barnabókasafni Norræna hússins sem byggist á samnefndri bók eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring. Á sýningunni verða dregnir fram þrettán fuglar sem eiga sér heimili eða hafa staldrað við í Vatnsmýrinni fyrir utan Norræna húsið – sem einnig er fuglaverndunarsvæði. Að loknum upplestri eru gestir hvattir til að vera áfram og njóta bókasafnsins.  Hægt er að taka þátt í gagnvirkum leikjum í tengslum við sýninguna á borð við bananaleikinn en leikir, blöð og liti er hægt að nálgast á afgreiðsluborði bókasafnsins. Þeir sem búa til sína eigin myndskreytingu eða listaverk geta hengja þau upp í sérstökum römmum í miðri sýningunni.

Sögumaður er Nannaelvah. Hún er með meistaragráðu í sagnfræði og fyrirtækjahugvísindum frá Kaupmannahafnarháskóla og er einnig menntuð núvitundarleiðbeinandi. Hún starfaði sem leiðbeinandi í núvitund fyrir foreldra og börn í Kaupmannahöfn áður en hún flutti til Íslands. Nannaelvah er móðir þriggja barna á aldrinum 10, 7 og 4 ára.

Opnunartími og aðgengi: Barnabókasafn Norræna hússins er öllum opið, aðgengi fyrir hjólastóla er í með lyftu frá aðalinngangi og þaðan í gegnum sýningarrýmið Hvelfingu. Aðgengilegt salerni og skiptiaðstaða er á aðalhæð hússins. Starfsfólk bókasafns veitir frekari upplýsingar og aðstoð sé hennar þörf. Opnunartími er ÞRI-SUN kl. 10:00-17:00. Aðgangur að bókasafninu og öllum viðburðum er ókeypis

Aðrir viðburðir