Höfunda- og prjónakvöld með Ninu Granlund Sæther


19:00
Salur
Aðgangur ókeypis
Photo of a woman knitting. She is smiling at the camera, has blond short hair and wearing an orange sweater.Nina Granlund Sæther er frá Noregi og hefur skrifað nokkrar bækur um prjón, meðal annars farið ítarlega yfir norskar prjónahefðir sem eiga uppruna sinn að rekja langt utan Norðurlanda, og hvernig handverkið barst til okkar heimshluta. Nina byrjaði sjálf að prjóna snemma í barnæsku og hélt því áfram.

Hún kemur til okkar í Norræna húsið til að segja okkur frá sögu prjónsins, og hvernig það er að skrifa bækur um prjón, þriðjudaginn 18. febrúar klukkan 19.00. Unn Davidsen bókasafnsvörður Norræna hússins, sem einnig sér um prjónaklúbbinn okkar, mun ræða við Ninu.

Viðburðurinn er ókeypis og fer fram á norsku en hægt er að spyrja spurninga á hvaða skandinavíska tungumáli sem er eða á ensku. Aðgengi að Elissu sal er ágætt en lágur þröskuldur er inní salinn. Aðgengileg salerni eru á sömu hæð.