An illustration from a childrens book. Green garden full of people doing different things.

Fjölskyldustund: Er hægt að hlaupa og teikna?


13:00-15:00
Barnabókasafn

Velkomin á fyrstu fjölskyldustund ársins sem er í þema bókarinnar Rosie hleypur eftir Marika Maijala. Myndir úr bókinni prýða yfirstandandi sýningu barnabókasafnsins Tréð en sýningin hvetur til myndlæsis í bókum. Bækurnar á sýningunni eru með aðgengilegt kennsluefni á bokslukaren.org.

Teiknistíllinn í bókinni einstakur – Marika notar vaxliti á mismunandi hátt og blandar saman grófum og nákvæmum teikningum. Gestir eru hvattir til að leika sér í blöndun vaxlita og með aðstoð safnkennara verður farið í teikniæfingar. Hvað sérðu fyrir þér þegar þú hugsar um að hlaupa um borgina? Er hægt að hlaupa og teikna?

Í bókinni Rosie hleypur kynnast lesendur hlaupahundinum Rosie sem ákveður að flýja af keppnisbrautinni og út í frelsið. Hana dreymir um frelsið, að hlaupa um skóginn og kynnast öllu sem lífið hefur upp á að bjóða. Hún hleypur í gegnum dimman skóg, fram hjá cirkus í bænum og lestarstöð og hoppar meira að segja í sjóinn og syndir nálægt ferju!

Á meðan Rosie hleypur tekur hún eftir öllu og skoðar áhugaverð augnablik hjá fólki sem hún helypur fram hjá. Bókin hvetur unga lesendur til að muna eftir að njóta og sinna áhugamálum sínum, leika sér og kynnast nýjum vinum.

Kennari smiðjunnar er Estelle Pollaert, franskur þverfaglegur listamaður með aðsetur í Reykjavík. Hún er menntuð sem vöruhönnuður/glerblásari í Frakklandi og í Finnlandi en einbeitir sér nú að myndskreytingum og smíði skúlptúra ​​úr pappír mâché. List hennar er fjörug, skemmtileg og litrík og full af húmor. Estelle hefur reynslu af kennslu á ensku, frönsku og íslensku. Með henni verður Hrafnhildur Gissurardóttir fræðslufulltrúi Norræna hússins. Hægt er að senda fyrirspurnir um fræðslustarf, leiðsagnir og hópa á hrafnhildur@nordichouse.is

 

Vinnustofan fer fram á íslensku, frönsku og ensku. Hún er ókeypis og öll velkomin!

Opnunartími og aðgengi: Barnabókasafn Norræna hússins er öllum opið, aðgengi fyrir hjólastóla er í með lyftu og þaðan í gegnum sýningarrýmið Hvelfingu. Aðgengilegt salerni og skiptiaðstaða er á aðalhæð hússins. Starfsfólk bókasafns veitir frekari upplýsingar og aðstoð sé hennar þörf. Opnunartími er ÞRI-SUN kl. 10:00-17:00. Aðgangur að bókasafninu og öllum viðburðum er ókeypis.