Hversu lítið er nóg? Performatíft stefnumót við listrannsakanda


13:00 - 17:00
Salur
Aðgangur ókeypis

Verið velkomin á kynningu Steinunnar Knúts Önnudóttur á listrannsókn hennar sem unnin var við Leiklistarakademínuna í Malmö.

Nýverið varði Steinunn Knúts Önnudóttir listrænt doktorsverkefnið sitt við Leiklistarakademíuna í Malmö.

Steinunn mun kynna listrannsókn sína með sviðssettum fyrirlestri, þátttökuverki og kvikmyndasýningu hér í Norræna húsinu.

Hvernig geta sviðslistir brugðist við alheimsvánni með ábyrgum og umbreytandi hætti? Hvaða sviðslistaaðferðir hafa getu til að breyta hugarfari og hegðun? Hvernig má nýta performatíf stefnumót sem tól til sjálfbærra umbreytinga? Hvað er sjálfbær dramatúrgía? Og hvað þýðir hugtakið tilvistarleg sjálfbærni?

Í doktorsverkefninu Hversu lítið er nóg? Sjálfbærar aðferðir sviðslista fyrir umbreytandi stefnumót tekst Steinunn á við þessar spurningar. Listrannsókn hennar var unnin við Leiklistarakademíuna í Malmö undir hatti Agenda 2030 rannsóknarskóla, þverfaglegs sjálfbærni verkefnis Lundarháskóla.
Í gegnum sviðssetningu, sem nýtir lykilhugtök og aðferðir listrannsóknarinnar, munu þátttakendur kynnast inntaki, aðferðum og helstu niðurstöðum rannsóknarinnar.
Hlekkir:
Doktorsverkefni Steinunnar á Research Catalogue: https://www.researchcatalogue.net/view/1414313/1414314

Frekari upplýsingar: https://www.thm.lu.se/…/how-little-enough-meet-steinunn…

Aðgengi að Elissu sal er ágætt, þó er lágur þröskuldur inn í salinn. Aðgengileg salerni eru á sömu hæð.

Fyrirlesturinn verður á íslensku en þátttöku verkið verður á báðum tungumálum og myndin er á ensku.