Prjónaklúbbur: Prjónum saman á aðventunni – afgangaprjón
14:00 - 17:00
Þriðjudaginn 17. desember býður prjónaklúbbur Norræna hússins til lokasamveru ársins sem er opin fyrir öll. Þessi loka prjónaviðburður ársins fer fram í Elissu sal og verður boðið upp á norrænt árstíðabundið góðgæti ásamt kaffi. Þátttakendum er velkomið að halda áfram að vinna að eigin verkefnum eða gjöfum, eða prófa að búa til litlar hátíðarskreytingar með mynstrum sem verða til boða á viðburðinum.
Uppskriftirnar sem verða í boði hafa verið prufuprjónaðar með Fjallalopa garni á 3 mm prjóna með 22 lykkjum x 29 umferðir = 10 x 10 cm. Við mælum með að taka með nálar og garn sem gætu hentað og velja garn sem er ekki of mjúkt. Þar sem mynstrin krefjast lágmarks garns er þetta kjörið tækifæri til að nýta hvers kyns afgangsgarn frá fyrri verkefnum.