Tré allt árið!


13:00 - 15:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Allri fjölskyldunni er boðið í smiðju á barnabókasafninu sem sækir innblástur í mismunandi listaverk, myndskreytingar og skissur sem sjá má á núverandi sýningu safnsins,  sem ber heitið Tréð.

Sýningin Tréð beinir sjónum að mismunandi trjám í barnabókum og inniheldur myndskreytingar úr tólf norrænum myndabókum sem eiga það sameiginlegt að vera hluti af Bókagleypinum, sem er Norrænn gagnagrunnur með fræðsluefni sem tengist bókum sem hafa verið tilnefndar eru til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.Gagnagrunnurinn er ókeypis og aðgengilegur öllum, á öllum Norðurlandamálum, á bokslukaren.org.

Gestum er boðið að prófa mismunandi teikni- og málningar æfingar þar sem efni á borð við tréliti, tússpenna og vatnsliti verða notuð og á köflum blandað saman. Skoðaðar verða sérstaklega aðferðir sem notaðar eru í bókunum „Freja och Huggormen“ eftir Fredrik Sonck & Jenny Lucander og „Alla Mina Sista“ eftir Maija Hurme.

Námskeiðið er ókeypis og öll velkomin!

Opnunartími og aðgengi: Barnabókasafn Norræna hússins er öllum opið, aðgengi fyrir hjólastóla er í með lyftu og þaðan í gegnum sýningarrýmið Hvelfingu. Aðgengilegt salerni og skiptiaðstaða er á aðalhæð hússins. Starfsfólk bókasafns veitir frekari upplýsingar og aðstoð sé hennar þörf. Opnunartími er ÞRI-SUN kl. 10:00-17:00. Aðgangur að bókasafninu og öllum viðburðum er ókeypis.