Búðu til þitt eigið orða laufblað!


13:00 - 15:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Öll fjölskyldan er velkomin, á Degi íslenskrar tungu, á vinnustofu þar sem gestir læra að búa til einfalt origami laufblað.

Eftir að hafa búið til laufblaðið eru gestir beðnir um að skrifa uppáhaldsorðið sitt á uppáhaldsmálinu sínu og hengja það svo upp í loftið á barnabókasafninu. Með þessu verður orða laufblaðið hluti af núverandi sýningu Norræna hússins Tréð.

Tréð er sýning á barnabókasafni Norræna hússins sem beinir sjónum að mismunandi trjám í barnabókum. Hún inniheldur myndskreytingar úr tólf norrænum myndabókum sem eiga það sameiginlegt að vera hluti af Bókagleypinum, sem er Norrænn gagnagrunnur með fræðsluefni sem tengist bókum sem hafa verið tilnefndar eru til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Gagnagrunnurinn er ókeypis og aðgengilegur öllum, á öllum Norðurlandamálum, á bokslukaren.org. Með sýningunni er sjónum beint að myndlæsi – skilningi á sögum óháð tungumálum og eru gestir hvattir til að lesa bækurnar í gegnum myndirnar.

Efni og leiðbeiningar á mismunandi tungumálum, verða í boði á staðnum og einnig verða kennarar viðstaddir til að aðstoða. Laufblaða föndrið verður áfram aðgengilegt á barnabókasafninu fyrir gesti fram í lok maí á næsta ári en þá verður öllum orðunum safnað saman í gagnagrunn sem verður sýndur.

Vinnustofan fer fram á íslensku, frönsku og ensku. Hún er ókeypis og öll velkomin!

Kennari smiðjunnar og höfundur verkefnisins, í samvinnu við bókasafn Norræna hússins, er Estelle Pollaert, franskur þverfaglegur listamaður með aðsetur í Reykjavík. Hún er menntuð sem vöruhönnuður/glerblásari í Frakklandi og í Finnlandi en einbeitir sér nú að myndskreytingum og smíði skúlptúra ​​úr pappírs mâché. List hennar er fjörug, skemmtileg og litrík og full af húmor. Estelle hefur reynslu af kennslu á ensku, frönsku og íslensku.

Opnunartími og aðgengi: Barnabókasafn Norræna hússins er öllum opið, aðgengi fyrir hjólastóla er í með lyftu og þaðan í gegnum sýningarrýmið Hvelfingu. Aðgengilegt salerni og skiptiaðstaða er á aðalhæð hússins. Starfsfólk bókasafns veitir frekari upplýsingar og aðstoð sé hennar þörf. Opnunartími er ÞRI-SUN kl. 10:00-17:00. Aðgangur að bókasafninu og öllum viðburðum er ókeypis.