Tónlist víðsvegar að úr heiminum!: Tónleikar fyrir börn & smábörn


Salur
Aðgangur ókeypis

Desember er sérstakur tími þegar margvísleg hátíðahöld eiga sér stað um allan heim.

Fjölskyldum og börnum er boðið á einstaka gagnvirka tónleika til að syngja, spila og fagna árslokum með tónlist víðsvegar að úr heiminum. Á efnisskránni eru sólstöðusöngvar, íslensk og latnesk-amerísk lög og fleira. Við munum kanna tónlistina og sögurnar á bak við hverja hátíð – saman!

Kammerhópurinn ConsorTico er íslensk sveit sem stofnuð var árið 2023 af fiðluleikaranum Natalia Duarte Jeremías ásamt Sólveigu Thoroddsen hörpuleikara og Sergio Coto Blanco gítar- og theorbóleikara. Þau flytja evrópska og suður-ameríska tónlist frá sextándu til átjándu öld, þjóðlagatónlist og hefðbundna tónlist. Að þessu sinni fá þau til liðs við sig Kristofer Rodriguez Svönuson, slagverksleikara og tónskáld af íslenskum og kólumbískum uppruna.

Ókeypis er á tónleikana og öll velkomin!

Athugið að pláss er takmarkað og við hvetjum fólk til að mæta tímanlega.
Tímasetning tónleikanna verður auglýst fljótlega.

Tónleikarnir eru styrktir af Rannís – Barnamenningarsjóði.

Aðgengi: Aðgengi fyrir hjólastóla í Elissu er gott, en lítill þröskuldur er inn í salinn. Kynhlutlaus og aðgengileg salerni eru á sömu hæð. Hjólastólarampur liggur frá bílastæði að aðalhæð Norræna hússins, sjáfvirkur hnappur er við  dyrnar.