Átta verkefni til að hugsa um ómannlega heima


18:00
Salur
Aðgangur ókeypis

Átta verkefni til að hugsa um ómannlega heima: Samtal milli hönnunarfræðinga sem nota hluti sem rannsóknartæki.

Hönnuðirnir Johanna Seelemann og Fiona Raby eru hér tengdar saman í gegnum leiðbeinandaáætlun Forecast og taka þátt í níundu útgáfunni af lifandi listvettvangi í Berlín Undir víðtækara þema sem kallast Paradoxical Imaginings – Ideas and Objects, kanna þær fleiri en einungis mannleg sjónarmið, með áherslu á vistfræði, búskaparhætti og jarðveg.

Fyrstu vikuna í nóvember eru þær staddar hér á landi í kynnisferð á vegum Norræna hússins þar sem þeim gefst kostur á að hitta íslenska hönnuði, listamenn, loftslagsfræðinga, heimsækja bæi, upplifa óvenjulegt landslag og jarðfræðileg fyrirbæri. Þessi ferð gerir þeim tækifæri til að eyða tíma í að hugsa og ræða saman.

Fyrir þennan viðburð vilja hönnuðirnir opna samtal sitt fyrir áhorfendum. Sem hönnuðir af mismunandi kynslóðum munu þær kanna tengdar hugmyndir og aðferðir þar sem þær báðar nota hönnunarhluti sem rannsóknartæki.

Fiona Raby & Johanna Seelemann

Forecast is a platform dedicated to the support, mentoring, and promotion of trailblazing creative practices and audacious artists. Founded in 2015 by Artistic Director Freo Majer, Forecast encompasses the one-on-one mentorship program Forecast Mentorships; the workshop series Forecast Condensed; and is the initiator of collaborative projects with multiple institutional partners, such as Driving the Human (2020–2023) and Housing the Human (2018–2019).

 

Aðgengi: Aðgengi fyrir hjólastóla í Elissu er gott, en lítill þröskuldur er inn í salinn. Kynhlutlaus og aðgengileg salerni eru á sömu hæð. Viðburðurinn fer fram á ensku.

Ljósmyndir: Camille Blake