Kynning á Demos: Styrkir til Félagasamtaka og samfélagsverkefna


11:30 -12:30
Alvar Aalto
Aðgangur ókeypis

Viltu vita meira um tækifæri borgaralegra samtaka til að sækja um styrki til norrænna samstarfsverkefna? Vinnur þú kannski hjá stofnun sem vill skapa tengslanet og vinna þvert á landamæri? Þá er tilvalið að mæta á upplýsingafund um Demos, nýja styrkja- og stuðningsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir Félagasamtök og samfélagsverkefni!

Skráning er nauðsynleg. Þú skráir þig með því að senda tölvupóst til: kolbrun@nordichouse.is
Vinsamlegast taktu fram ef þú ætlar að fá hádegishressingu (samloku) og hvort þú hafir einhverjar aðgengisþarfir. 

Á kynningunni munt þú:

· Fá upplýsingar um áherslur Demos

· Innblástur fyrir þína umsókn

· Upplýsingar um Nordic Culture Pointog Norrænu ráðherranefndina

· Samloku og kaffi/te

· Tækifæri til að ræða við ráðgjafa Demos áætluninnar, Anne Malmström

Í tengslum við þing Norðurlandaráðs munu Gitte Wille framkvæmdastjóri og Anne Malmström ráðgjafi frá Nordic Culture Point í Helsinki heimsækja Norræna húsið í Reykjavík og flytja kynningu á Demos. Einnig er möguleiki á að fá tíma í einkaráðgjöf hjá Anne á dögum Norðurlandaráðsþings: 28.-30. október 2024. Sendu tölvupóst á anne.malmstrom@nkk.org til að panta tíma. Athugið að takmarkaðir tímar eru í boði.

Athugið að kynningin fer fram á ensku en einkaráðgjöf með Anne getur farið fram á sænsku eða ensku.

Öll velkomin!

Aðgengi að Alvar fundarsal er ágætt, en lágur þröskuldur er inn í herbergið. Aðgengileg salerni eru á aðalhæð. Rampur leiðir frá bílastæði að Norræna húsinu og sjálfvirkur hnappur er við aðalinngang.