Vinnustofa í vetrarfríi: Mikki Mús og listin í trjánum
09:30 -12:00
Börnum á aldrinum 8-12 ára er boðið á tveggja daga skapandi námskeið fyrir forvitna krakka í Norræna húsinu í vetrarfríi grunnskóla. Skoðaðir verða skúlptúrar á útisvæði Norræna hússins eftir listamanninn Helga Valdimarsson, sem sýna meðal annars Mikki mús og Gunnar á Hlíðarenda. Arnar Ásgeirson, listamaður og sýningarstjóri OPEN – nýrrar sýningar í Norræna hússins, fer í skapandi leiðir að því að miðla sýningunni og krakkar fá tækifæri til að æfa sig í miðlum sem þar má sjá. Áhersla er á tilraunir með blek og seinni daginn verður notast við leir. Smiðjan fer fram á útisvæði Norræna hússins, sýningarrýminu Hvelfingu, Elissu tónleikasal og barnabókasafni Norræna hússins – svo krakkar fá tækifæri til að kynnast húsinu og umhverfi þess vel.
Arnar Ásgeirsson (f. 1982) lauk BA prófi í listum frá Gerrit Rietveld Academy og útskrifaðist með MA gráðu frá Sandberg Institute í Hollandi. Arnar vinnur í fjölbreytta miðla líkt og myndbönd, teikningar, innsetningar og skúlptúra til að miðla frásögnum. Í verkum sínum dregur hann fram hversdagslegar og misþekktar menningartilvísanir, endurgerir og gefur þeim nýja merkingu. Með kunnuglegu myndmáli veltir Arnar fyrir sér hugleiðingunni um hið upprunalega og eftirmynd og muninum sem liggur í því að frumskapa og herma eftir. Arnar er einn stofnenda listamannarekna rýmisins Open.
Arnar kennir er stundakennari hjá Listaháskóla Íslands og myndlistarskólanum og hefur kennt földa listasmiðja.
Þátttaka er ókeypis og öll eru velkomin en athugið að það eru takmörkuð pláss – skráning fæst með því að senda nafn og aldur þátttakenda á arnarasg@gmail.com.
Aðgengi að Hvelfingu er gott. Lyfta gengur niður frá aðalhæð en einnig er hægt að fara niður stiga utanfrá. Aðgengileg salerni eru á aðalhæð og eru öll salerni hússins kynhlutlaus. Barnabókasafnið er aðgengilegt fyrir hjólastóla frá Hvelfingu sýningarrými, starfsfólk bókasafns gefur góðar leiðbeiningar. Rampur leiðir frá bílastæði að aðalinngangi Norræna hússins og við hurðina er sjálfvirkur hnappur. Þessi viðburður fer fram á íslensku og ensku.