Super Artí!
13:00 - 15:00
Öll fjölskyldan er velkomin á vinnustofu með áherslu á skúlptúrana fyrir utan Norræna húsið, tengt nýju sýningunni OPEN.
Gestir eru hvattir til þess að byrja á því að skoða skúlptúrana á útisvæði Norræna hússins, eftir Helga Valdimarsson listamann, sem sýna mismunandi form, persónur og fyrirbæri, á borð við Mikka mús og Gunnar á Hlíðarenda. Hægt er að ná sér í klippispjald og blýant, af afgreiðsluborði bókasafnsins og fara með það út til að æfa sig í að teikna eða skissa skúlptúr að eigin vali. Hægt er að taka skissuna niður og prófa að gera úr henni skapandi klippimynd með aðstoð Amalie Guldberg Thomsen á barnabókasafninu.
Ef veður setur strik í reikninginn og ekki hægt að gera teikningar á útisvæðinu er hægt að velja áhugaverð verk inni á sýningunni. Við mælum með verki sem leggur áherslu á að skrásetja internetið! hvernig virkar það? og hvernig lítur það út? Skoðið sjálf og gerið ykkar eigin túlkun á internetinu í klippimynd!
Vinnustofan er ókeypis og fyrir öll.
Hægt að kíkja við hvenær sem er á milli 13:00-15:00!
Aðgengi að Hvelfingu er gott. Lyfta gengur niður frá aðalhæð en einnig er hægt að fara niður stiga utanfrá. Aðgengileg salerni eru á aðalhæð. Barnabókasafnið er aðgengilegt fyrir hjólastóla frá Hvelfingu sýningarrými. Starfsfólk bókasafns gefur góðar leiðbeiningar. Á aðalhæð hússins er lyfta sem leiðir niður í Hvelfingu og á sömu hæð er salerni aðgengilegt hjólastólum, öll salerni hússins eru kynhlutlaus. Rampur leiðir frá bílastæði að Norræna húsinu. Þessi viðburður fer fram á dönsku og ensku.