Fjölskyldustund: Prentað með laufum


13:00-15:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Haustlaufa prent – Gerðu þitt eigið bókamerki!

 

Öll fjölskyldan er velkomin að taka þátt í vinnustofu í plöntuprenti með listakonunni Christalenu Hughmanick. Gestir fá að skapa með náttúrlegum efnum á sjálfbæran hátt og læra að prenta sín eigin bókamerki út frá árstíðabundnum haustlaufum og blómum. Gestir geta tekið bókamerkin heim og notað í bókasafnsbækurnar sínar.
Hentar fjölskyldum og börnum á öllum aldri og hægt er að koma við hvenær á milli eitt og þrjú í skapandi fjölskyldu haustskemmtun!

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um ​​Christalenu Hughmanick hér: http://www.christalenahughmanick.com eða á Facebook síðunni: Studio CH.

Vinnustofan fer fram á barnabóksasafninu, en þar var að opna sýningin „Tréð“. Sýningin beinir sjónum að mismunandi trjám í barnabókum. Hún inniheldur myndskreytingar úr tólf norrænum myndabókum sem eiga það sameiginlegt að vera hluti af Bókagleypinum, sem er Norrænn gagnagrunnur með fræðsluefni sem tengist bókum sem hafa verið tilnefndar eru til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Gagnagrunnurinn er ókeypis og aðgengilegur öllum, á öllum Norðurlandamálum, á bokslukaren.org.

Að lokinni vinnustofu eru gestir hvattir til að njóta tímans og taka þátt í gagnvirkum leikjum í tengslum við sýninguna. Hægt er að nálgast eintak af bananaleik, blöð og liti, á afgreiðsluborði bókasafnsins. Hægt er að búa til tré myndskreytingu eða listaverk og hægt hengja upp í sérstökum römmum í miðri sýningunni.
Opnunartími og aðgengi: Barnabókasafn Norræna hússins er öllum opið, aðgengi fyrir hjólastóla er í með lyftu og þaðan í gegnum sýningarrýmið Hvelfingu. Aðgengilegt salerni og skiptiaðstaða er á aðalhæð hússins. Starfsfólk bókasafns veitir frekari upplýsingar og aðstoð sé hennar þörf. Opnunartími er ÞRI-SUN kl. 10:00-17:00.
Aðgangur að bókasafninu og öllum viðburðum er ókeypis