FJÖLSKYLDUSTUND: Lyklakippusmiðja


14:00 - 16:00
Gróðurhús
Aðgangur ókeypis

Verið velkomin á sumarsmiðju fyrir fjölskyldur sem haldin verður í gróðurhúsinu!

Við Norræna húsið er votlendi sem margir fuglar kalla heimili sitt. Nú er varptími og er því hægt að sjá allskyns skemmtilega fuglategundir og verður hægt að fylgjast með þeim úr fjarska. Í smiðjunni gefst kostur á að skapa sína eigin fugla lyklakippu til að taka með sér heim! Efniviðurinn notaðir í smiðjunni eru endurnýttar segldúka afklippur frá seglagerðinni sem koma í öllum regnbogans litum.

Kennari er Rebekka Ashley Egilsdóttir.

Aðgengi: Athugið að vegna framkvæmda er aðgengi takmarkað og ekki er hægt að koma að gróðurhúsinu með hjólastól. Okkur þykir það miður. Gengið er eftir bryggjunni að Gróðurhúsinu og þar er farið upp nokkur lág þrep.