Sögustund á sunnudögum – Finnska


11.30
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

 

Verið velkomin í sögustund á finnska fyrir allar fjölskyldur í barnabókasafni Norrænu hússins.

Inari Ahokas les finsku bókina Aino vill fá að vera með, eftir Kristiina Louhi. Þetta er bók um Aino, litla stelpu sem vill ekki að mamma hennar fari út án hennar, hún vill að mamma hennar verði heima og leiki við hana. Viðfangsefni bókarinnar opna á umræður um mikilvægi þess að vera þolinmóður og að samgleðjast öðrum.

Eftir lesturinn býðst fjölskyldum að gera föndur þar sem litríkur pappír verður klipptur út í mismunandi form sem myndað mismunandi sjávar dýr.

Inari Ahokas er skiptinemi í Háskóla Íslands og leggur stund á meistarnám í hagfærði.

Hún er upprunalega frá smábænum Loimaa en hefur búið í næstum áratug í Kuopio. Í Finnlandi er hún nemandi í Tampere háskólanum. Hún hóf ferilinn með því að vinna á leikskóla og hún hefur alltaf verið ötull talsmaður bókalestrar. Eitt af uppáhaldsverkunum hennar í dagvistun, á rigningarsíðdegi, var að sitja með börnunum og lesa bækur með þeim. „Ég elska sögur í öllum myndum og því er ég alltaf annað hvort að lesa bók, hlusta á tónlist eða hlaðvarp eða horfa á kvikmynd.“