MÝRIN 13. oktober: Vinnustofur fyrir skólahópa


09.00
Salur & Barnabókasafn
Aðgangur ókeypisSkrá mig

Á KAFI ÚTI Í MÝRI: MÝRIN 2023. Alþjóðleg barna-ounglingabókmenntahátíð í Norræna Húsið

Frítt er inn á alla viðburði og skráning fer fram á myrinfestival@gmail.com

Dagskrá: Myrin.is 

Föstudagur 13. október: Vinnustofur fyrir skólahópa

9:00 – 9:50 SÖGUR AF HAFSBOTNI MEÐ KRISTÍNU BJÖRGU
Fyrir 8. til 10. bekk. Með Kristínu Björgu Sigurvinsdóttur höfundi Dulstafaþríleiksins. Höfundur les upp úr sögum sínum og leiðbeinir nemendum í ritsmiðju. Hvernig verður saga til? Hvar byrjar maður?
Smiðjan fer fram á íslensku.
Staðsetning: Fyrirlestrasalur Norræna hússins.

9:30 – 10:20 – SJÁVARDÝR Í MYNDUM MEÐ ANNA FISKE (NO)
Myndasmiðja fyrir 1. til 3. bekk. Norski rithöfundurinn Anne Fiske les upp úr bókinni sinni Hallo Havet! og leiðir nemendur í myndasmiðju um sjávardýr. Hvernig teiknar maður kolkrabba? Smiðjan fer fram á íslensku og ensku.
Staðsetning: Barnabókasafn Norræna hússins.

10:30 – 11:20 VERNDUN HAFSINS MEÐ KENT KIELSEN (GL)
Upplestur og kröfuspjaldasmiðja fyrir 4. til 7. bekk. Grænlenski rithöfundurinn Kent Kielsen les upp úr bókinni Alþingi dýranna og spjallar við nemendur um mikilvægi þess að vernda haf og sjávarlífverur. Í kjölfarið skapa nemendur kröfuspjöld með mikilvægum skilaboðum. Smiðjan fer fram á íslensku og ensku.
Staðsetning: Fyrirlestrasalur Norræna hússins.

11:00 – 11:50 – NEÐANSJÁVARSLÖKUN MEÐ EVU RÚN
Fyrir 3. til 6. bekk. Eva Rún Þorgeirsdóttir höfundur bókarinnar um Skeljaskrímslin leiðir slökun í neðansjávarhelli barnabókasafnsins á Íslensku. Staðsetning: Barnabókasafn Norræna hússins.

12:30 – 13:20 SÆSKRÍMSLI MEÐ ÆVARI ÞÓR (IS)
Upplestur og hittingur með höfundi fyrir 4. til 7. bekk. Langar þig að hitta Ævar Þór Benediktsson rithöfund og spjalla við hann um sögurnar hans? Í þessari smiðju mun Ævar Þór lesa upp úr sögunum sínum um hafið og svara öllum spurningum sem brenna á lesendum. Á íslensku.
Staðsetning: Fyrirlestrasalur Norræna hússins.

13:15 – 14:00 – SJÁVARÆVINTÝRI MEÐ GUNNARI THEODÓRI (IS)
Upplestur og ritsmiðja fyrir 8. til 10. bekk. Með Gunnari Theodóri Eggertssyni höfundi bókanna Steindýrin og Steinskrípin. Höfundur les upp úr bókum sínum og leiðbeinir nemendum í ritsmiðju. Hvernig verður saga til? Hvernig er hægt að sækja innblástur í umhverfið í kringum okkur? Á íslensku.
Staðsetning: Fyrirlestrasalur Norræna hússins.

Aðgengi: Elissa fyrirlestrarsalur, Alvar og Aino eru með gott aðgengi fyrir hjólastóla, smá þröskuldur er inn í herbergin Alvar og Aino. Aðgengileg salerni er á hæðinni og öll salerni eru kynhlutlaus. 
Barnabókasafnið og Hvelfing eru aðgengileg með lyftu frá aðalhæð hússins. Til að komast á barnabókasafnið þaðan er best að ráðfæra sig við starfsmann á bókasafnið. Verið öll velkomin!