FJÖLSKYLDUSTUND: Bókaormurinn á Vestnorræna deginum
13.00 - 15:00
Stuttur lestur á færeysku og íslensku úr bókum sem hlutu tilnefningar til Norrænu barnabókmenntaverðlaunanna.
Færeyski tónlistarmaðurinn Sakaris Emil Joensen les úr fallegu bókinni Strikurnar sem tilnefnd er í ár til Norrænu barnabókmenntaverðlaunanna og er eftir Dánial Hoydal og Anniku Øyrabø. Hann mætir einnig með ukulele og spilar nokkur vel valin færeysk barnalög að lestri loknum. Á íslensku verður lesið úr bókinni Eldgosi eftir Rán Flygenring sem einnig er tilnefnd til verðlaunanna í ár og verður föndur í tengslum við bókina á boðstólnum eftir upplestur.
Smiðjan gefur forvitnum fjölskyldum tækifæri til að heyra þessi sérstæðu tungumál sem eru um margt lík og er föndrið byggt á myndefni bókanna og óháð tungumálum.
Námsefni í tengslum við bækurnar verður aðgengilegt á heimasíðu Norræna bókagleypirins 28. september en síðan veitir aðgang að ókeypis náms- og stuðningsefni um myndabækur frá Norðurlöndum á öllum norrænu tungumálunum.
Aðgengi: Öll salerni hússins eru kynhlutlaus. Aðgengi að barnabókasafni fyrir hjólastóla er í gegnum sýningarsalinn Hvelfingu og gott er að biðja starfsmann á bókasafni um leiðsögn.
Smiðjan fer fram á íslensku, færeysku og ensku.