BÍÓSÝNING & SÖGUSTUND: Ronja Ræningjadóttir


11:30
Salur
Aðgangur ókeypis

Ronja Ræningjadóttir:
Sýning á Alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð & sögustund

6+ / Fjölskyldumynd, Ævintýri, Drama |  Tage Danielsson | 1984 | Svíþjóð | 126 mín. | Íslensk talsetning

Sunnudaginn 29. október sýnum við klassísku myndina um Ronju Ræningjadóttur í ELISSU sal. Sýningin er hluti af Alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð í Reykjavík í samstarfi við Bíó Paradís. Myndin er sýnd í glænýrri stafrænni útgáfu og með íslensku tali  – mælt með fyrir börn 6 ára og eldri.

Lesið verður á íslensku og sænsku úr bókinni á barnabókasafni Norræna hússins fyrir kvikmyndasýningu.

Lestur hefst kl 11:30

Sýning hefst kl 13:00 

Aðgangur ókeypis!
Athugið að sætafjöldi er takmarkaður og því gott að mæta ekki seint.

 

Aðgengi: Gott aðgengi er í salnum Elissa og aðgengileg salerni á sömu hæð. Öll salerni hússins eru kynhlutlaus. Aðgengi að barnabókasafni fyrir hjólastóla er í gegnum sýningarsalinn Hvelfing og gott er að biðja starfsmann á Bókasafni um leiðsögn.