LESTRARKLÚBBUR Í NORRÆNA HÚSINU

LESTARKLÚBBUR Í NORRÆNA HÚSINU:
FYRIR OKKUR SEM ELSKUM AÐ LESA GÓÐAR BÆKUR.

Skráðu þig í lestrarklúbb Norræna hússins á fallegasta bókasafni Reykjavíkur þar sem við tölum saman um norrænan skáldskap. Lestrarklúbbnum er stýrt af Susanne Elgum sem starfar á bókasafninu.

Við lesum á skandinavísku og tölum saman á „blandinavísku“  þegar við hittumst á bókasafninu. Við bjóðum einnig upp á kaffi og te. Bækurnar  sem lesnar eru fást lánaðar á bókasafni Norræna hússins með bókasafnsskírteini sem er ókeypis fyrir meðlimi lestarklúbbsins.

Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda tölvupóst á susanne@nordichouse.is  og nefnið þá daga sem þið viljið mæta:

Miðvikudagur 26. október kl. 19.00-20.30: Meter i sekundet (2020) eftir danska rithöfundinn Stine Pilgaard

Miðvikudagur 23. nóvember kl. 19.00-20.30: Stargate – en julefortelling (2021) eftir Norska rithöfundinn Ingvild H. Rishøi

Áætlaðar dagsetningar og bækur vorið 2023 (með fyrirvara þar sem framkvæmdir standa yfir í Norræna húsinu)

Miðvikudagur 25. janúar kl. 19.00-20.30: Bränn alla mina brev (2018) eftir sænska  rithöfundinn Axel Schulman

Miðvikudagur 22. febrúar kl. 19.00-20.30: 11% (2022) eftir norsk-danska rithhöfundinn Maren Uthaug