Þriðjudaginn 27. september næstkomandi stendur Ráðgjafar- og greiningarstöð, í samstarfi við Norrænu menningargáttina og Norrænu velferðarmiðstöðina, fyrir málþingi í Helsinki, Finnlandi sem ber heitið Jöfn tækifæri fyrir börn með þroskaröskun af erlendum uppruna á Norðurlöndum (e. Equal opportunities for children of foreign origin with developmental disorders in the Nordics).
Börnum af erlendum uppruna með þroskaröskun á Norðurlöndum hefur fjölgað á undanförnum árum. Á málþinginu deila sérfræðingar frá Norður- og Eystrasaltslöndum þekkingu og reynslu í þessum málum. Meðal annars verður fjallað um hvað má læra af Covid-19 faraldrinum, samþættingu þjónustu og reynslu úr skólakerfinu.
Málþingið fer fram á ensku. Hægt verður að horfa á það í streymi en mikilvægt er að fólk skrái sig hér, en það er án kostnaðar. Að málþinginu loknu verður hægt að nálgast upptöku af því á heimasíðu Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar (nordicwelfare.org).
Athygli er vakin á því að málþingið stendur frá kl. 9.00 til 14.00 að finnskum tíma sem er frá kl. 6.00 til 12.00 að íslenskum tíma þar sem það er þriggja klst. tímamismunur.
Dagskrá málþingsins má finna hér í tengli.
Hér eru nánari upplýsingar um málþingið sem og skráning á málþingið, bæði staðbundin og í fjarfundi.
Hér er tengill á síðu streymis.