Pólskar Stuttmyndir -Riff


17:00

Pólskar Stuttmyndir

30 September
17:00 Samtals 93 min

 Hlutur 
Paulina Skibińska
‘Hlutur’ er frumleg abstrakt mynd af neðansjávarleit sögð frá tveimur sjónarhornum. Atburðirnir eiga sér stað í tveimur heimum, eyðimörk þakinni ís og neðansjávar.

Verur
Tessa Moult-Milewska
‘Verur’ er furðuleg ástarsaga um Harold og Matyldu. Þau eru skopstæling af fólki sem reynir að horfast í augu við félagslega útskúfun. Þau hefja leiðangur til að umbreyta klúrri ímynd sinni til hins betra.

Ræktun
Sylwia Gaweł
Safnari framandi skriðdýra býr í íbúð troðfullri af fiskabúrum. Á hverjum degi hugsar hann um dýrin af alúð en stjórnar samt sem áður hegðun þeirra.

 Augnablikið 
Piotr Domalewski
Nóttin leggst yfir einsleitt hverfi. Marcin býður nágrönnum sínum yfir í mat. Þegar hann nálgast dyrnar hjá þeim tekur hann eftir svolitlu skrýtnu sem hann losnar ekki við úr huga sér allt kvöldið.

Girðingar 
Natalia Krawczuk
Fugl í búri, barn í leikgrind… Við tökumst á við skilrúm á okkar eigin hátt. Er eitthvað vit í því að reisa veggi? Hver er tilgangur girðinga – bæði áþreifanlegra girðinga og þeirra sem búa í huga okkar – í lífi okkar?
A bird in a cage, a toddler in a playpen… We deal with partitions in our own ways. Does it make sense to build walls? What is the role of fences – both physical fences and the ones in our minds – in our lives?

Rannsóknin
Martin Rath
Fangi myrðir fangavörð og reynir að fela líkið í skóginum. Þegar kona verður óvænt vitni að þessu eltir morðinginn hana. En konan neitar að verða auðveld bráð.

 Heimildarmynd 
Marcin Podolec
Dregin er upp mynd af föður sem á uppkomin börn. Þau lifa sjálfstæðu lífi langt frá honum. Leikstjórinn skoðar tilfinningar hans og hversagslíf.

 7 Kindur 
Wiktoria Szymańska
Lítil stúlka felur sig í fjöllunum og reynir að skapa nýjan heim kringum sig og eldri mann og kindurnar hanns sjö. ‘7 kindur’ er ferð um töfrastundir æskunnar og fjallar um að sigrast á ótta og einveru.

 

logo_riff_2016-02