Ég hlusta á vindinn – Leiksýning fyrir börn
15:00 og 17:00
Ég hlusta á vindinn
Sunnudaginn 25. September kl 15.00 og 17.00 verður boðið upp finnska leiksýningu fyrir börn á aldrinum 1 – 3 ára og foreldra þeirra. Sýningin fer fram á íslensku og finnsku og tekur u.þ.b. 45 mín. Tvær sýningar eru í boði.
Miðaverð er 1000 krónur fyrir börn og 1000 krónur fyrir fullorðna.
Leikararnir Marjo Lahti og Henna~Riikka Nurmi hafa þýtt og stílfært sýninguna Puhu tuuli purteheni sem útleggst á íslensku Ég hlusta á vindinn. Sýningin hefur verið vinsæl í Finnlandi frá árinu 2009 þegar hún var frumsýnd.
Þetta er fjölskyldusýning, sérstaklega sniðin að börnum frá 1-3 ára þó allir geti notið sýningarinnar sem er persónuleg, litrík og skemmtileg. Hugmyndin að sýningunni byggir á foreldrahlutverkinu og hinu einstaka sambandi milli barns og foreldris. Söngvar og textar sem farið er með eru úr Kanteletar úr Kalevala og Eddu kvæðum.
Henna-Riikka Nurmi er dansari og danskennari á Ísafirði og hefur kennt í Listaskóla Rögnvaldar frá árinu 2005. Hún lærði dans í Listaháskólanum í Turku og leiklistaháskóla í Helsinki. Marjo Lahti er leikari og leiklistakennari frá leiklistaháskólanum í Helsingi og í Stadia í Finnlandi. Henna hefur búið á Ísafirði frá árinu 2005 og Marjo býr í Finnlandi en ver sumrum á Flateyri þar sem hún á sumarhús.
Leikstjóri: Kirsi Karvonen
Handrit: Kirsi Karvonen, Henna-Riikka Nurmi, Marjo Lahti
Leikarar: Marjo Lahti, Henna-Riikka Nurmi