HönnunarMars: Vanishing Point
10:00 - 19:00
Vanishing point er sýning Rögnu Ragnarsdóttur af ljósgjöfum þar sem misjöfn sjónarhorn sýna mismunandi birtingarmyndir.
Sýninguna er að finna í aðal sal Norræna hússins.
Vanishing point er útkoman af rannsóknarvinnu þar sem unnið var með epoxy resin, litarefni og ljós. Leitað var eftir áhugaverðum leiðum til að blanda, hella, lita og lagaskipta glært resin til að spila með sjónarhorn. Hér mætast tilraunakenndar aðferðir í hönnun sem hafa það hlutverk að varpa ljósi bæði út frá hagnýtu notagildi ásamt að spila með upplifun okkar gagnvart birtu.