Norrænt Café Lingua; Lína Langsokkur
17:00-18:30
Norrænt Café Lingua verður í Norræna húsinu fimmtudaginn 26. nóvember kl. 17-18.30.
Bengt Starrin professor frá Svíþjóð heldur „skemmti-fyrirlestur“ fyrir fullorðna á sænsku um mannleg samskipti út frá lífsýn Línu langsokks. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Samræður fara fram á skandinavísku.
Fyrirlesturinn er hluti viðburða Café Lingua og verður í Norræna húsinu fimmtudaginn 26. nóvember kl. 17-18.30.
Til hamingju Lína langsokkur – félagssálfræðilegt spjall um eina ástkæra sem orðin er sjötug.
Í bókunum um Línu fylgjumst við ekki bara með alls kyns uppákomum sem fá okkur til að skella upp úr. Hún hefur líka boðskap. Hún er réttlát og sterk og er lækning fyrir svekkt og vanmáttug börn. Hún er sannkallaður tákngervingur fyrir valdeflingu.
Bengt Starring er prófessor emeritus við Karlstad-háskólann og dálkahöfundur. Hann hefur skrifað á fjórða tug bóka. Hann blandar saman fyrirlestri og skemmtun – matskeið af fyrirlestri og matskeið af skemmtun. Hver veit nema áheyrendur fái jafnvel að taka undir. „Hér kemur Lína langsokkur, hei sala hó salahopsassa.!
Café Lingua er að þessu sinni er í samstarfi við Norræna húsið, Sænska sendiráðið á Íslandi og deild norrænna tungumála við Háskóla Íslands.