Nýr forstjóri tók til starfa í Norræna húsinu 2. janúar 2019. Sabina Westerholm (FI) var áður framkvæmdastjóri Stiftelsen Pro Artibus sem hefur að markmiði að styðja myndlist á svæðum í Finnlandi þar sem töluð er sænska. Sabina stefnir að því að þróa frekar starfsemi í Norræna húsinu fyrir börn og ungmenni:
– Ég vil að Norræna húsið sé vettvangur umræðna um málefni sem eru efst á baugi í norrænu tilliti. Mitt markmið er að koma á fót verkefnaheildum um þemu og þvert á listgreinar auk hágæða dagskrár fyrir börn og ungmenni.
Sabina tók við af Mikkel Harder (DK) sem hefur verið forstjóri Norræna hússins frá árinu 2015.