Næturljóð – 15.15 tónleikasyrpan
15:15
Næturljóð – Bruch, Hindemith, Messiaen, Aquila
“Næturljóð“ er yfirskrift tónleika Camerarctica í 15.15 tónleikaröð Norræna hússins sunnudaginn 11.mars kl. 15.15. Camerarctica leikur fjölbreytta efnisskrá eftir Max Bruch, Paul Hindemith, Olivier Messiaen og Miguel del Aquila.
Verkin bera öll keim af húmi næturinnar, hvort sem það er Nætursöngur Bruchs fyrir klarinettu, selló og píanó, ljóðrænn og kröftugur Kvartett Hindemiths, andstæðurnar um tímann og fuglana í klarinettueinleiksverki Messiaens eða seiðandi glæfralegur tangórytminn í Tangó tríói fyrir fiðlu, klarinettu og píanó eftir Miguel del Aquila.
Camerarctica skipa að þessu sinni Ármann Helgason klarinett, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðla, Sigurgeir Agnarsson selló og Ingunn Hildur Hauksdóttir píanó.
Tónleikarnir verða sunnudaginn 11. mars kl. 15.15 og taka um klukkutíma.
Miðasala er við innganginn.
Miðaverð er 2000 kr. en 1000 fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn.