NÝR LANDSPÍTALI Á BETRI STAÐ – ER ÞAÐ OF SEINT ? – STREYMI


16:30 - 18:00

NÝR LANDSPÍTALI Á BETRI STAÐ – ER ÞAÐ OF SEINT ?

Fimmtudaginn 19. október kl. 16:30 – 18:00 í Norræna húsinu 

Opinn fundur Samtaka um betri spítala á betri stað með fulltrúm stjórnmálaflokkanna

  • Þarf að athuga staðsetningu nýja Landspítalans betur?
  • Hvernig á að velja heppilegan stað fyrir þjóðarsjúkrahús?
  • Verður nýr spítali á besta stað betri en spítalabyggðin sem fyrirhuguð er við Hringbraut?
  • Er dýrara að byggja nýjan Landspítala á nýjum stað?
  • Tekur lengri tíma að byggja nýjan spítala á nýjum stað og ef svo er, hversu mikið lengri?

Þessum spurningum og fleirum verður reynt að svara á þessum opnum fundi.

Fulltrúar stjórnmálaflokkanna lýsa afstöðu sinna flokka til málsins og svara spurningum.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Fundinum verður streymt.