Byggjum draumaborgina með MINECRAFT!


10-13 og 14-17

Langar þig að læra hvernig þú getur byggt draumaborgina þína með Minecraft?  

Á námskeiðinu heimsækjum við stafrænu borgina Blokby og hugleiðum hvernig borg okkur sjálfum langar að búa í. Hvað finnst okkur mikilvægt? Viljum við fleiri leiksvæði fyrir krakka? Og hvernig getum við tryggt að allir séu öruggir á leiksvæðinu, jafnvel þegar það er orðið dimmt? Námskeiðið byggir á kenningum í arkitektúr og skipulagsfræðum, sem og hugmyndafræði um sjálfbærni. Helsta viðfangsefnið er: hvernig er hægt að breyta borgum og bæjum til hins betra?

Leiðbeinandi námskeiðsins er MIRA VALENTINA KROGSTRUP frá Kaupmannahöfn. Mira skipuleggur og framleiðir fjölda námskeiða fyrir DANSK ARKITEKTUR CENTER um arkitektúr og borgarskipulag fyrir börn og fullorðna. Hún er menntaður grafískur hönnuður og hefur hlotið sérþjálfun í Minecraft-kennslu hjá Microsoft.

Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 7-12 ára og foreldrar eru einnig velkomnir. Á námskeiðinu er boðið upp á tölvur. Kennslan fer fram á dönsku og túlkað verður á íslensku. Nestispása verður haldin þegar námskeiðið er hálfnað og mælum við með að öll börn taki með sér einhverja hressingu.

Tvö námskeið/smiðjur eru í boði og er skráningargjald er 1000 kr. á barn, ókeypis fyrir foreldra. 

Laugardagur 7. oktober kl. 10-13
Laugardagur 7. oktober  kl. 14-17

Skrá mig

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Námskeið er samstarfsverkefni Norræna hússins og DANSK ARKITEKTUR CENTER (Arkitektamiðstöð Danmerkur) og er haldið í tilefni af sýningunni Borgarveran sem stendur yfir til 29. oktober 2017.

Minecraft er tölvuleikur og sýndarheimur sem gefur sköpunargleðinni og ímyndunaraflinu lausan tauminn. Spilarar geta ýmist spilað einir eða við aðra á netinu, reist mannvirki eða farið í ævintýraferðir en verða alltaf að muna að hafa varann á þegar nóttin nálgast.