Norðurlönd í fókus
Norðurlönd í fókus er verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem hófst 2001.
Markmiðið er að miðla norrænni menningu og upplýsingum um það sem efst er á baugi hverju sinni í þjóðfélagsmálum á Norðurlöndum. Í dagskrá Norræna hússins eru viðburðir á vegum Norðurlanda í fókus merktir sérstaklega. Verkefnið er starfrækt með mismunandi hætti í höfuðborgunum fimm og hefur mismikið fjármagn til ráðstöfunar. Hér á Íslandi fellur verkefnið undir starfsemi Norræna hússins og skilar sér í fjölda málþinga, menningarviðburða og skilvirkri upplýsingaþjónustu. Auk þess vinna fulltrúar Norðurlanda í fókus saman að stærri verkefnum.
Hafa samband
Allar nánari upplýsingar veitir fulltrúi Norðurlanda í fókus á Íslandi:
Silja Elvarsdóttir
silja(hjá)nordichouse.is
+354 772 9027
Fylgdu okkur á Facebook-síða Norðurlanda í fókus