Atlantshafsbandalagið og alþjóðaöryggismál – Streymi
12:00
Atlantshafsbandalagið og alþjóðaöryggismál
Miðvikudaginn 8. mars 2017, klukkan 12.00 til 13.00. Staðsetning: Norræna húsið
Í tilefni af heimsókn varaframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, Rose Gottemoeller, stendur utanríksiráðuneytið fyrir opnum fyrirlestri í samvinnu við Alþjóðamálastofnun HÍ og Varðberg.
Dagskrá
- Kynning: Pia Hansson, Forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar HÍ
- Opnunarávarp: Jóna Sólveig Elínardóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis
- Aðalræðumaður: Rose Gottemoeller, varaframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins
- Spurningar og svör
Rose Gottemoeller hóf störf sem varaframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins í október 2016, en þár áður starfaði hún í fimm ár sem vararáðherra í bandaríska utanríkisráðuneytinu með ábyrgð á vopnaeftirliti og alþjóðaöryggismálum.
Hún hefur starfað sem fræðimaður í alþjóðasamskiptum og starfaði áður fyrir hugveitur í faginu, m.a. sem forstöðumaður Carnegie Moscow Center.