SONO Matseljur


SONO Matseljur verða með pop-up eldhús á MATR næstu helgar í óákveðinn tíma.

SONO matseljur eru grænkeraveitingastaður og matarþjónusta sem dansar í takt við árstíðirnar með kryddum og jurtum úr nærumhverfinu í bland við seiðandi krydd Mið-Austurlandanna.

Útfærsla matarins er líkastur ,,meze” sem á uppruna sinn í Mið-Austurlöndum.
Hver einasti diskur inniheldur jurtir úr nærumhverfinu að einhverju leyti, hvort sem þær eru ferskar á disknum, seyði í sósuna, eða þurrkaðar jurtir í lög. Allt eftir því hver árstíðin er. Þannig breytast brögðin með hringrás sólar. Hér er ekkert nýtt á ferð, heldur þveröfugt. Þetta er forn kunnátta forfeðra okkar sem nýttu sér jurtir til lækningar og næringar.

Sono Matseljur virða náttúru, umhverfi, dýr og menn og gera allan mat af ásetningi. Þess vegna er langflest allt gert frá grunni úr þeim bestu hráefnum sem fást hverju sinni í takti við árstíðirnar. Kryddin mörg hver flytjum við sjálf inn frá Marokkó. Jurtirnar sem finna má í flestum réttum okkar á einn eða annan hátt tínum við sjálf í villtri náttúru Vestfjarða og restina ræktum við sjálf á landi okkar í Kjós.

Nánari upplýsingar á sonomatseljur.is og á Facebook.

Opnunartímar:
Föstudagur 18:00-22:00
Laugardagur 17:30-22:00
Sunnudagur 17:30-22:00

 

PANTA BORÐ