LISTMUNDUR


10-15

REYKJAVÍK DANS FESTIVAL Í SAMSTARFI VIÐ NORRÆNA HÚSIÐ KYNNIR:

LISTMUNDUR
10.03.18
Kl.12 – 15
Ókeypis viðburður

Hátíðin biður ungmennum Reykjavíkur til listaþjóðfundar, þar sem rætt verður um möguleika listarinnar til breytinga, á okkur sjálfum, hvort öðru og samfélaginu í kringum okkur. Auk þess munu taka þátt fremstu aktívistar og listamenn þjóðarinnar á sviði tónlistar, myndlistar og sviðslista. Í ár munu Ása Hjörleifsdóttir, Hugleikur Dagsson, Korkimon og Króli taka þátt í Listmundi.

Listmundur er rými fyrir ungt fólk til að fá innblástur, hugsa og tjá sig um listina sem hreyfiafl, rými til að láta rödd sína heyrast og mynda drauma um framtíðina.
Listmundur er nú haldinn í annað sinn og er tilraun til að skapa vettvang fyrir ungt fólk og hugmyndir þeirra um list og möguleika hennar. Markmið viðburðarins er bæði að safna og miðla hugmyndum ungs fólks sem og að styðja þátttöku þeirra í samfélagsumræðunni almennt.

Listmundur verður í ár haldinn í gróðurhúsinu við Norræna Húsið. Grill, göngutúr og innblástur!
Listmundur er hluti af Únglingurinn Í Reykjavík, sérstaka listadagskrá sem hefur verið sköpuð með, af og fyrir unglinga, alla þá sem eiga eftir að vera unglingar og hafa einhvern tímann verið unglingar.

www.reykjavikdancefestival.com
@unglingurinnfestival