Klassisk musik i Vatnsmýrinni – Verden i sang


20:00

Klassisk musik i Vatnsmýrinni – Verden i sang

Konsert Nordens Hus 21. mars kl. 20

Tríó Túnfífill, skipað þeim Maríu Konráðsdóttur, sópran, Erlu Dóru Vogler mezzósópran og Svani Vilbergssyni gítarleikara flytur tónlist eftir John Dowland, Franz Schubert, Ferenc Farkas, Anatoly Malukoff, Federico Carcia Lorca og Manuel de Falla, auk þjóðlagaútsetninga Atla Heimis Sveinssonar. Efnisskráin stillir upp ólíkum menningarheimum og mismunandi tímabilum með samhljóm radda og gítars í forgrunni.

María Konráðsdóttir stundaði nám í söng og klarínettuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og stundar nú söngnám á meistarastigi við Tónlistarháskólann í Berlín. Meðal verkefna hennar á tónleikasviðinu má nefna fjölda ljóðatónleika, Jólaóratoríu Bachs, Stabat Mater eftir Pergolesi og Requiem Mozarts. Árið 2015 tók María þátt í alþjóðlegu Giulio Perotti söngkeppninni sem haldin var í Þýskalandi og vann til þriggja verðlauna.

Erla Dóra Vogler stundaði söngnám við Tónlistarskóla Austur-Héraðs og Tónlistarskólann í Reykjavík og hélt svo til framhaldsnám við Tónlistarháskóla Vínarborgar.  Hún flutti heim að loknu námi og hefur verið áberandi í tónlistarlífinu síðan. Hún hefur komið fram á einsöngstónleikum og kammertónleikum bæði hér heima og erlendis, t.d. í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Salnum, Bláu kirkjunni og í Musikverein Wien.  Sumarið 2013 tók hún þátt í listaverkefninu Awakening of the Horsemen í Donegal á Írlandi og haustið 2013 í verkefni í Jersey: Elizabeth Castle Artist Lock In.  Frá 2008 til 2011 var hún styrkþegi og tónlistarmaður á vegum Live Music Now – sjóði Yehudi Menuhins í Austurríki. Árið 2010 kom út fyrsti geisladiskur Erlu Dóru, Víravirki.

Svanur Vilbergsson hlaut fyrstu tónlistarmenntun sína við Tónlistarskóla Stöðvarfjarðar og Tónlistarskólann á Egilsstöðum. Hann stundaði framhaldsnám í Englandi, Spáni, Belgíu og Hollandi þar sem hann tók lokapróf frá Konunglega tónlistarháskólanum í den Haag.  Svanur Vilbergsson hefur haldið einleikstónleika víða um heim, m.a. í Bandaríkjunum, Hollandi, Belgíu, Spáni, Englandi, Írlandi, Noregi og Grænlandi. Árið 2011 kom út fyrsti einleiksdiskur Svans, Four Works. Svanur er einn stofndenda og listrænna stjórnenda alþjóðlegu gítarhátíðarinnar Midnight Sun Guitar Festival og er meðlimur í Íslenska Gítartríóinu.

AALTO Bistro er åbent til  21.30 på onsdager.

Billetpris er kr. 2.500, 1.500 kr. for seniorer, frit for studenter og gæster under 20 år. Fire koncerter i abonnement for kr. 7.500 / 4.500. Billetter på selve aftenen eller på Tix.is. Klassík Vatnsmýrinni er en koncertrække arrangeret af FÍT– Islandske musikeres forbunds klassiske afdeling – i samarbejde med Nordens Hus i Reykjavík. Serien lægger vægt på nordisk og internationalt samarbejde.